Skólabúðir

28.8.2020

Nemendur í 7. bekk hafa verið í Skólabúðunum að Reykjum þessa vikuna. Þar hafa einnig verið nemendur frá Ísafirði, Súðavík, Bíldudal, Patreksfirði og Akureyri. Nemendur hafa myndað tengsl sín á milli eignast vini og kunningja, ásamt því þroskast sem einstaklingar í margvíslegum viðfangsefnum og aðstæðum. Heimferðin stendur yfir og má búast við hópnum heim síðdegis.