Skólabyrjun
Hundraðasta fertugasta og þriðja skólaár Grunnskóla Bolungarvíkur er hafið.
Margt var um manninn á skólasetningu Grunnskóla Bolungarvíkur fimmtudaginn 22. ágúst. Guðbjörg Stefanía deildarstjóri bauð fólk velkomið, Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir nemandi 8. bekkjar flutti ljóðið Haustfuglar, Elín Þóra ÍSAT kennari og umsjónarmaður skólagarða sagði frá starfinu þar og að lokum setti Halldóra Dagný skólann og fór yfir starf skólans sem fram undan er.
Skólaíþróttir verða utandyra út septembermánuð og mælumst við því til þess að nemendur verði klæddir eftir veðri þá daga sem þeir fara í íþróttir. Heilsuskóli hefst mánudaginn 26. ágúst en hann er fyrir nemendur í 1.-4. bekk.
Skólamáltíðir eru orðnar gjaldfrjálsar. Ef nemendur munu ekki nýta sér mötuneytið biðlum við foreldra að láta okkur vita, bolungur@bolungarvik.is
Frá skólasetningu hefur verið útiskóli þar sem nemendur og starfsfólk skólans hefur m.a. farið í gönguferðir um nærumhverfið og hópeflisleiki. Í morgun lagði 7. bekkur, ásamt kennara, af stað í Skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði og verða þar í nokkra daga. Nemendur í 8. bekk munu svo fara í fermingarbúðir í Vatnaskóg 1.-5. september. Skólastarfið fer því af stað með krafti, tilhlökkun og gleði.
Bjóðum nýtt starfsfólk velkomið en þau Aron Ívar Benediktsson, Elvar Stefánsson, Hanna Björg Reynisdóttir og Hanna Þórey Björnsdóttir munu öll hefja störf við skólann núna í haust.