Skólahlaup og gulur dagur 10. september
Skertur dagur, skólahaldi lýkur klukkan 12:00
Í september er hvatt til vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Við í Grunnskóla Bolungarvíkur leggjum okkar á vogarskálarnar með kærleika og umhyggju að leiðarljósi og klæðumst gulu miðvikudaginn 10. september en gulur er litur sjálfsvígsforvarna.
10. september ætlum við einnig að reima á okkur hlaupaskónna en þá er Ólympíuhlaup ÍSÍ, áður Norræna skólahlaupið.
Eftir hlaup er hádegismatur en dagurinn er skertur skóladagur og lýkur honum kl. 12:00. Dægradvöl er lokuð þennan dag. Eftir hádegi er starfsdagur starfsfólks skólans.