Skólahreysti 2017

25.4.2017

Það er búið að ríkja ótrúleg eftirvænting í skólanum yfir því að fara á Skólahreysti 2017 í Reykjavík. 

Nemendur á elsta stigi hafa verið að undirbúa sig fyrir ferðina, fá sér boli í bláum lit með lógói skólans, lita hárið blátt (já, öllu til tjaldað) og finna búninga til að vera í. 

Flestir nemendur á elsta stigi fara með til að styðja sitt lið. 

Kvennfélagið Brautin gaf rausnarlega peningagjöf svo allir gætu komist með sem vildu og hægt væri að kaupa boli fyrir alla. Takk æðislega Brautarkonur. 

Skólahreystin byrjar kl: 20:15 í kvöld miðvikudag 26. apríl og vonumst við til að sjá sem flesta til að styðja okkar lið, við erum með dökkbláan lit sem stuðningslit.