Skólahreysti 2022

29.4.2022

Í gær var annar keppnisdagur Skólahreystis 2022 og fulltrúar Grunnskóla Bolungarvíkur tóku þátt í fimmta riðli keppninnar. Þar urðu Víkarar í 4. sæti og við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar.

Fulltrúar skólans voru: Matthías Breki sem keppti í upphýfingum og dýfum, Valdís Rós sem keppti í armbeygjum og hreystigreip og svo voru það Ingibjörg Anna og Gunnar Egill sem tóku hraðaþrautina. Sigurgeir og Agnes voru varamenn liðsins. Til hamingju með árangurinn krakkar!

Flestir nemendur unglingastigsins fylgdu keppendum okkar í Mýrina og hvöttu þá áfram. Ferðin verður auk þess nýtt í heimsókn í Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafn Íslands.