Skólahreysti 2024

17.4.2024

  • Logo

Lið Grunnskóla Bolungarvíkur keppir fimmtudaginn 18. apríl

Í morgun hélt vaskur hópur nemenda og kennara af unglingastigi til Reykjavíkur. Á morgun mun hópurinn heimsækja Þjóðleihúsið áður en blásið verður til leiks í Skólahreysti sem haldið er í Laugardalshöll. Lið Grunnskóla Bolungarvíkur verður dökkblátt að lit og keppir í 4. riðli ásamt 11 öðrum skólum. Sýnt verður frá keppninni á RÚV en riðill 4 fer af stað kl. 14:00.

Lið Grunnskóla Bolungarvíkur er skipað þeim Stefaníu Rún Hjartardóttur, Sigrúnu Höllu Olgeirsdóttur, Marinó Steinari Hagbarðssyni og Ægi Agli Gunnarssyni. Þau Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir og Elvar Breki Almarsson eru til vara.