Skólalífið vikuna 23.-27. mars

27.3.2020

Um leið og við þökkum samstarf heimilis og skóla þessa vikuna langar okkur að segja aðeins frá vikunni. Starfið gekk í heild sinni vel, ákveðið var að taka unglingastigið úr mötuneyti til að koma betur til móts við þær viðmiðunarreglur sem settar voru og koma í veg fyrir blöndun hópa.

Nemendur eru vanir því að fara á milli bæði kennara og stofa og því getur dagurinn verið ansi einsleitur þegar þeir eru aðeins í sinni stofu með þeim starfsmönnum er að bekknum koma. Kennarar hafa því verið duglegir að brjóta upp daginn t.d. með aukinni útiveru. Í morgun fengu einhverjir kynningu á því hvernig snjóflóðaýlur virka, aðrir fengu að horfa á Dýrin í Hálsaskógi og enn aðrir sinntu hefðubundni námi.

Að lokum langar okkur að minna á, að næsta vika verður eins og þessi og þvi mikilvægt að virða þau tilmæli sem nú þegar hafa verið send heim. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri og tilmælin um samgang barna eftir skólatíma eru enn í fullu gildi.

Bestu óskir um góða helgi

Halldóra Dagný og Steinunn