Skólasetning

18.8.2025

  • Image001

fimmtudaginn 21. ágúst, klukkan 12:15

Þá er sumarfríið að taka enda og skólinn að byrja. Skólasetning verður fimmtudaginn 21. ágúst í sal Grunnskólans klukkan 12:15, gengið er inn um aðalanddyri skólans. Að lokinni skólasetningu geta nemendur og foreldrar/forráðamenn tekið göngutúr um skólann og kíkt í bekkjarstofur nemenda.

Skólahald hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 22. ágúst. Heilsuskóli og dægradvöl hefst mánudaginn 25. ágúst. Við minnum á að skólinn er hnetulaus. Skóladagatal og ýmsar upplýsingar má finna hér á heimasíðu skólans eins minnum við á Mentor

Hlökkum til samstarfsins skólaárið 2025-2026.