Skólaslit

6.6.2016

  • Cup-hópurinn

Föstudaginn 3. júní 2016 var Grunnskóla Bolungarvíkur slitið á sal skólans.

Föstudaginn 3. júní 2016 var Grunnskóla Bolungarvíkur slitið á sal skólans.

Að þessu sinni voru skólaslitin tvískipt. Klukkan 10.00 mættu nemendur í 1.-5. bekk ásamt foreldrum og tóku við einkunnunum sínum úr hendi umsjónarkennara. Jafnframt voru veittar viðurkenningar fyrir mjög góðar framfarir í lestri.

Í máli skólastjóra kom fram að 78% nemenda Grunnskóla Bolungarvíkur hefur náð þeim markmiðum sem skólinn hefur sett sér í lestri. Margir nemendur eru alveg á mörkum þess að ná settu marki.

Í 1. bekk hlaut Marinó Steinar Hagbarðsson viðurkenningur fyrir mestu framfarir í lestir. Í 2. bekk var það Alex Þórarinn Guðbjartsson, 3. bekk Kristín Natalia Harðardóttir, 4. bekk Jórunn Inga Sigurgeirsdóttir og í 5. bekk var það Viktoría Anna Reimarsdóttir.

Nemendur í 6.-10. bekk mættu síðan kl. 11:00 ásamt foreldrum. Skólastjórinn ávarpaði nemendur og gesti í bæði skiptin. Eins og í fyrri hópnum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í lestri.

Í 6. bekk var það Íris Embla Stefánsdóttir, í  7. bekk Guðný Ása Bjarnadóttir,  8. bekk Karólína Mist Stefánsdóttir,  9. bekk var það Rebekka Lind Ragnarsdóttir og í 10. bekk Matthías Már Sigurgeirsson.

Að venju voru veitt nokkur verðlaun við lok 10. bekkjar. Emil Uni Elvarsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi hæfni og frammistöðu í námi, einnig hlaut hann viðurkenningu fyrir virka þátttöku og ábyrgð við skipulag og undirbúning viðburða á unglingastigi. 

Á hverju ári sendir Danska sendiráðið skólum landsins bók til að veita þeim nemanda sem hefur staðið sig í vel í dönsku viðurkenningu, að þessu sinni var það Svanhildur Helgadóttir sem hlaut þessa viðurkenningu. Að auki hlaut Svanhildur viðurkenningu fyrir framúrskarandi skipulag, framsetningu og hugmyndaríki við verkefnaskil í námi. 

Bernódus Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir sjálfstæði og skipulag við vinnu að áætlunum. 

Matthías Már hlaut viðurkenningur fyrir viðhorfsbreytingu til náms og jákvæðni í samskiptum.

Þá hlaut Sigurjón Snær Jóhannsson nemandi í 8. bekk viðurkenningu fyrir að vera hugmyndaríkur við verkefnaval, handlagni, vandvirkni og áhugaá sviði handverks.

Á milli athafnanna lék Cup hópurinn eitt lag, sem heppnaðist mjög vel.