Skólaslit

27.5.2024

  • Logo
Skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur fara fram föstudaginn 31. maí

Skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur fara fram á sal skólans klukkan 13:00 föstudaginn 31. maí.

Fyrr um daginn fara fram Boló leikarnir þar sem nemendum er skipt í lið þvert á stig og leysa alls kyns þrautir. Foreldrafélag skólans mun sjá um að grilla pylsur ofan í mannskapinn áður en nemendur safnast saman í sinni bekkjarstofu og fá afhent vitnisburðarskjal frá umsjónarkennara. Klukkan 13:00 hittast allir á sal þar sem verða atriði frá nemendum og skólastjóri slítur skólanum formlega. Dægradvöl er lokuð þennan dag.

Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram á sal skólans á föstudag kl. 17:00.

Sumarskóli grunnskólans hefst miðvikudaginn 5. júní.