Skólaslit

3.6.2024

  • 20240531_130651

Föstudagurinn 31. maí var hátíðlegur í Grunnskóla Bolungarvíkur

Skólaslit Grunnskóla Bolungarvíkur fóru fram á sal skólans föstudaginn 31. janúar. Fyrr um daginn höfðu Boló leikarnir farið fram þar sem nemendum skólans var skipt í lita lið, þvert á skólastig, og þurftu að leysa ýmis verkefni, leiki og þrautir. Foreldrafélag skólans grillaði pylsur í hádeginu að aflokinni keppni. Úrslit leikanna voru kunngjörð á skólaslitum og var það hvíta liðið sem bar sigur úr bítum í þetta skiptið.

Á skólaslitunum var stuttmyndin Kristín sýnd en myndin er afrakstur nemenda í stuttmyndavali á unglingastigi. Nemendur á Mölum sýndu stutt myndband þar sem þeir sögðu söguna af Þuríði sundafylli og samskiptum hennar við þá Völustein og Mörð. Hið margrómaða kennaragrín var einnig sýnt en það vekur alltaf jafn mikla lukku.

Á skólaslitunum kvöddum við Jensínu Sævarsdóttur og Jóhann Hannibalsson sem eru að láta af störfum við skólann eftir farsælt starf.

Seinni part föstudags fór svo fram útskrift 10. bekkinga. Í ár útskrifuðust 15 nemendur frá skólanum. Útskriftin var hátíðleg og áttu nemendur, aðstandendur og starfsmenn skólans notalega samverustund.


20240531_11583120240531_131321441764348_1808498006316103_1454677014776757153_n