Skólastarf eftir páska

4.4.2021

Á þriðjudaginn hefst kennsla samkvæmt stundaskrá kl. 8.00

Nýju sóttvarnarreglugerðin frá heilbrigðisráðherra kom út um mánaðarmótin. Hún var í takt við það sem ég hafði gert mér vonir um og því þurfum við ekki að gera neinar breytingar á kennslu. Hér má sjá helstu atriði úr reglugerðinni.

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, sem og í mötuneytum og skólaakstri, er heimilit að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu.
  • Allir sem koma í skólann eiga að vera með andlitsgrímu.
  • Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.

Ég vona að allir hafi átt ánægjulega páskahátíð

Kv. Halldóra Dagný