Skólastarf fer vel af stað.

24.8.2018

  • Gonguferd-midstig

Skólinn hófst samkvæmt stundatöflu sl. fimmtudag og nemendur hressir og kátir að takast á við ný verkefni sem bíða nýju skólaári.

Á unglingastiginu hafa hefðbundin hauststörf farið af stað,  nemendur vinna fyrstu dagana að teikniverkefni og hafa fengið úthlutað skápa fyrir námsgögn. Hægt og rólega mun svo námsefnið og áætlanir fara af stað.

Á miðstigi hafa nemendur 5. bekkjar fengið nýjan umsjónarkennara og einnig nemendur í 7. bekk. Nemendur í 7. bekk eru komnir í glænýja skólastofu sem var búin til úr hluta af bókasafni. Miðstigið fór í gönguferð í dag föstudaginn 24.ágúst að Sjónarhólsvatni sem er í Syðridal.

Á yngstastigi hafa afar glaðbeittir nemendur mætt til starfa og þeir nemendur sem eru komnir af stað með lestur hafa fengið lestrarvasa heim. Nemendur í 2.bekk hafa ákveðið að fara alla daga í hafragraut nema föstudaga sem verða nestisdagar.