Skólastefna mótuð í samráði við íbúa

28.1.2020

  • Grunnskóli Bolungarvíkur

Mótun skólastefnu Bolungarvíkur í samráði við íbúa hefst mánudaginn 3. febrúar kl. 17:30 í Grunnskóla Bolungarvíkur. 

Mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar eigi hlutdeild í skólastefnu sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í mótun stefnunnar.

Léttar veitingar verða í boði.

Það er starfshópur um gerð skólastefnu Bolungarvíkur og Trappa ráðgjöf sem hafa umsjón með mótun skólastefnu Bolungarvíkur.