Skólastjóri á stórfenglegum stað
Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir stöðu skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur lausa til umsóknar.
Bolungarvík skartar einstakri náttúrufegurð sem býður upp á fjölbreytta útivist árið um kring. Bærinn er sannkölluð perla fyrir fjölskyldufólk þar sem finna má auðugt og heilbrigt mannlíf, góða leik-, grunn- og tónlistarskóla, sundlaug, þreksal, íþróttahús og frábærar göngu-, hjóla- og skíðaleiðir. Í Bolungarvík er boðið upp á fjölbreytta þjónustu í göngufæri og öflugt menningarlíf með Félagsheimili Bolungarvíkur í öndvegi.
Bolungarvík er kraftmikið samfélag í einstakri umgjörð stórfenglegrar náttúru Vestfjarða þar sem tækifæri til vaxtar eru hvarvetna fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Starfssvið:
- Að veita skólanum faglega forystu og leiða öflugt og skapandi skólastarf í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Bolungarvíkurkaupsstaðar í menntamálum
- Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf í grunnskólakennarafræðum
- Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða menntunarfræða er kostur
- Reynsla af störfum á sviði stjórnunar, rekstrar og af þróunarstarfi er kostur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og hefur mikinn metnað til þess að vinna að þróun skólasamfélagsins og ná árangri.
Staðan er laus frá 1. ágúst 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar, í síma 450-7000 eða í gegnum netfangið jonpall@bolungarvik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2019.
www.bolungarvik.is - faceboo.com/bolungarvik - gs.bolungarvik.is