Skólinn er opinn með lágmarks mönnun til að byrja með

8.2.2022

Ath Skólinn verður opin með lágmarks mönnun til að byrja með. Það á að lægja og verið er að moka. Biðjum foreldra að fylgjast með veðri því samkvæmt spá versnar það aftur þegar líða tekur á daginn. 

Í verklagsreglur skólans kemur þetta m.a. fram: Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna í skólann annað hvort með símtali eða senda tölvupóst. Skelli á vont veður meðan börnin eru í skólanum, hringir ritari heim og eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þau verði sótt eins fljótt og auðið er.

School is open with minimal staffing to start with. The weather should get better and they have started to clear the roads. Please pay attention to the weather today, according to the weather forecast it should get worse later today. If parents decide to keep their children at home, please inform the school.