Skólinn kominn af stað
Samstarf heimilis og skóla mikilvægt
Nú er skólastarfið komið á fullt á nýju ári.
Stella Guðrún, þroskaþjálfi, er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof.
Eins og kunnugt er lét Laddawan af störfum við skólann um áramót. Karitas Sigurlaug hefur tekið við sundkennslu á yngsta- og miðstigi. Starfsfólk á Mölum og yngsta stigi taka við danskennslu.
Við óskum þess að samstarf heimilis og skóla eigi eftir að vaxa, dafna og styrkjast á komandi ári og hlökkum við til áframhaldsins.