Sköpun

2.12.2025

  • Skopun_4.b

Grunnþáttur sem nú er unnið með

Skólastarfið skiptist í sex lotur þar sem megin áhersla er lögð á einn af grunnþáttum menntunar í hverri lotu. Þessar vikurnar er verið að vinna með sköpun. Tveir bekkir á yngsta stigi fengu það verkefni í síðustu viku að skapa sitt eigið verkefni til að flytja og/eða kynna fyrir bekknum sínum mánudaginn 1. desember. Nemendur höfðu frjálsar hendur um að velja þann miðil sem þeim hentaði (t.d. texta, tónlist, hreyfingu, myndlist). Mörg mjög flott verkefni voru kynnt en það eru nemendur í 4. bekk sem eiga verkefnin sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Einnig vann 3. bekkur samskonar verkefni.

Skopun_4.b