Smíðar í vali
Samvinnuverkefni á milli leik- og grunnskóla
Kofasmíði er samvinnuverkefni á milli leikskólans Glaðheima og grunnskólans. Nemendur á unglingastigi höfðu val um að taka þátt í verkefninu og er umsjónarmaður þess Elvar Stefánsson.
Kofi sem verið hefur á leikskólalóð Glaðheima í fjölda ára hefur verið færður til grunnskólans þar sem hann mun fá kærkomna upplyftingu. Nemendur í valinu munu meðal annars skipta um þakplötur á kofanum og sinna hugmynda- og hönnunarvinnu í samstarfi við nemendur leikskólans.
Það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu sem fram undan er og spennandi að sjá útkomuna.