Söngkeppni SAMFÉS

3.5.2024

  • Samfes

Jensína Evelyn Rendall og Sigurborg Sesselía Skúladóttir taka þátt

Jensína Evelyn Rendall og Sigurborg Sesselía Skúladóttir munu taka þátt í Söngkeppni SAMFÉS.  Jensína mun syngja lagið Esjan og Sigurborg spilar undir á píanó. 

Söngkeppni SAMFÉS mun fara fram í Laugardalshöll, laugardaginn 4. maí kl. 13:00. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV. 

Í dag heldur hópur frá Félagsmiðstöðinni Tópas, nemendur í 9. og 10. bekk,  suður til Reykjavíkur að taka þátt í SamFestingnum. Það er SAMFÉS, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, sem stendur fyrir viðburði sem þessum.  SamFestingurinn samanstendur af nokkrum viðburðum. Í kvöld er risa ball í Laugardalshöll og á laugardag fer fram Leiktækjamót og Söngkeppnin þar sem, eins og áður sagði, við eigum okkar fulltrúa.