starfsdagur 16. mars

15.3.2020

Á morgun mánudag, er eins og stendur á skóladagatali, starfsdagur í grunnskólanum. Dagskrá starfsdagsins hefur þó breyst í samræmi við aðstæður eins og þær eru núna. Vegna tilmæla um samkomubann og takmörkun á skólastarfi mun dagurinn einkennast af skipulagi því tengdu.

Samstarf heimilis og skóla, er nú eins og endranær, ákaflega mikilvægt. Ef um undirliggjandi veikindi hjá nemendum eða aðstandendum er að ræða og foreldrar kjósa að hafa börn sín heima, þá verið endilega í sambandi við umsjónarkennara þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að koma til móts við kennslu/nám barnsins.

Mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum, bæði á heimasíðu og pósti því að upplýsingar berast ört og geta kallað á frekari breytingar/röskun á skólastarfinu. Að starfsdegi loknum koma upplýsingar vegna þeirra tilmæla sem nú eru í gangi. Takmarka þarf samveru í matsal, frímínútum og göngum skólans.