Stigið á svið í Luxemborg

28.4.2016

  • Erasmus
  • Hands
  • Hands

Bolvískir grunnskólanemar stíga á svið í Luxemborg.

Bolvískir grunnskólanemar stíga á svið í Luxemborg.

Nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur eru nú þátttakendur í sínu þriðja evrópska skólasamstarfsverkefni. Fyrstu tvö verkefnin voru viðskiptatengd þar sem nemendur fræddust um Fair trade og frumkvöðla. Þriðja verkefnið er af allt öðrum toga og reynir á leiklistarhæfileika nemenda. Einnig er unnið með sjálfstraust, framkomu og fl. Verkefnið heitir Looking for a universal language by means of performing arts eða ULPA.

Emil Uni, Svanhildur, Karolína Sif og Kristjana Berglind taka þátt í verkefninu og fara þau öll til Luxemborgar í næstu viku.  Þar munu þau taka þátt í ströngum leiklistaræfingum ásamt krökkum frá samstarfslöndunum fjórum og endar vinnan á sameiginlegri leiksýningu þar úti.

Þetta er fjórða ferð hópsins, en þau hafa farið til Alicante, Catania (á Sikiley) og Hamborgar. Á hverjum stað hefur verið unnið með ákveðið þema sem sett er saman  út frá hugmyndum nemenda og kennara.  Leiksýningin er afrakstur þeirrar vinnu.  Það eru spennandi tímar framundan hjá unglingunum okkar.