Stóra upplestrarhátíðin

12.3.2021

  • Upplestrar

Miðvikudaginn 10. mars fór fram stóra upplestrarhátíðin í Hömrum, sal tónlistarskóla Ísafjarðar. Grunnskóli Bolungarvíkur áttu þrjá fulltrúa á hátíðinni sem voru skóla sínum til sóma.

Fluttar voru svipmyndir úr skáldsögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og að lokum ljóð að eigin vali.

Úrslitin samkvæmt dómnefndinni voru erfitfarandi:

1. Sæti Margrét Mjöll Sindradóttir, Grunnskólinn á Ísafirði

2. Sæti Marcin Anikiej, Grunnskólinn á Suðureyri

3. Sæti Jón Guðni Guðmundsson, Grunnskóli Bolungarvíkur

Á myndinni má sjá fulltrúa skólans, þau Halldóru Björgu, Jensínu Evelyn og Jón Guðna.