Stóra upplestrarkeppni

26.2.2025

  • 20250219_102244

Grunnskóla Bolungarvíkur

Þátttaka 7. bekkinga í Stóru upplestrarkeppninni er áratuga hefð hér í skólanum. Skólakeppnin var 19. febrúar og voru forráðamenn nemenda í 7. bekk og nemendur í 6. bekk voru gestir hátíðarinnar.
Dagskráin saman stóð af upplestri úr skáldsögu eftir Ævar Benediktsson og flutning á ljóði að eigin vali. Nemendur í 2. og 4. bekk sýndu dans- og söngatriði.
Dómnefnd skipuðu Aron Ívar Benediktsson, Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson og þótti þeim erfitt að velja milli keppenda. Þeir nemendur sem þykja standa sig best í skólakeppninni að mati dómaranna munu taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Þau Oskar Urbanowski, Emma Lilja Ragnarsdóttir og Máni Adrian Róbertsson munu taka þátt í Lokahátíð stóru upplestrarhátíðarinnar þann 6. mars í Hömrum á Ísafirði. Þar taka þátt fulltrúar grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum. 20250219_10325720250219_10371620250219_10513420250219_105423-0-