Stóra upplestrarkeppnin

2.3.2016

Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði.

Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00.

Á hátíðinni munu 11 nemendur úr 7. bekk, þ.e 1 frá Flateyri, 1 frá Þingeyri, 1 frá Suðureyri, 3 frá Bolungarvík og 5 frá Ísafirði. Þau ætla að lesa brot úr sögu eftir Bryndísi Björgvinsdóttir og ljóð  eftir Guðmund Böðvarsson. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita  þeim verðlaun. Ungir hljóðfæraleikarar munu leika fyrir gesti á milli atriða. Áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir.

Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því  orðin 20 ára. Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Keppendur frá Grunnskóla Bolungarvíkur eru Guðný Ása Bjarnadóttir, Guðmundur Kristinn Jónasson og Oliver Rähni.