Stóra upplestrarkeppnin

28.2.2019

  • IMG_4443

Stóra upplestrarkeppnin fór fram á sal skólans í dag.

Að venju tóku nemendur í 7. bekk skólans þátt og stóðu sig með prýði. Alls tóku níu nemendur þátt og lásu upp bæði úr sögum og ljóð. Dómararnir Helgi Hjálmtýsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Ragnar Edvardsson áttu úr vöndu að ráða því allir voru mættir vel undirbúnir. Velja þurfti tvo nemendur til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður á Ísafirði þann 13. mars nk. 

Fyrir valinu urðu: Í 1. sæti Klara Líf Martin og í 2. sæti Kristinn Hallur Jónsson, til vara er Ingibjörg Anna Qi Skúladóttir. Um leið og starfsfólk skólans óskar þeim til hamingju, fögnum við ekki síður þeim stóra sigri sem allir nemendur í 7. bekk náðu með því að koma fram og lesa upphátt fyrir fullum sal af fólki.