Stóra upplestrarkeppnin

20.3.2019

  • FE5FAF28-5257-45F4-93DD-4877993928FE

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin.


Keppnin fór fram í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Tíu nemendur í 7.bekk frá fjórum skólum á norðanverðum Vestfjörðum lásu sögubrot og ljóð, en þessir nemendur höfðu verið valdir sem fulltrúar sinna skóla. Frá Grunnskólanum í Bolungarvík fóru Klara Líf Martin og Kristinn Hallur Jónsson.

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ, Guðmundur Gunnarsson flutti stutt erindi og beindi orðum sínum til barnanna og foreldra. Áður en keppnin hófst var tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Ísafirði. Þeir Ívar Hrafn Ágústsson á trommur, Pétur Örn Sigurðsson á hljómborð og Hákon Ari Heimisson á trommur, fluttu lagið Happier eftir Marshmello Bastille, sem þeir útsettu sjálfir. Mariann Rähni frá Grunnskóla Bolungarvíkur kynnti bæði skáld keppninnar, en hún hafnaði í 2. sæti keppninnar í fyrra.

Dómarar þetta árið voru þau Baldur Sigurðsson, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Dagný Annasdóttir og Dagný Arnalds. Framkvæmd keppninnar og kynnir var í höndum Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar. 

Dómnefndin kemst að niðurstöðu og varð Heiður Hallgrímsdóttir í 1.sæti, Hákon Ari Heimisson í 2. sæti og Guðrún Eva Bjarkadóttir í 3. sæti öll nemendur úr Grunnskólanum á Ísafirði. Aukaverðlaun fyrir flutning á Aravísum hlaut Kristinn Hallur Jónsson frá Grunnskólanum í Bolungarvík.