Stóra upplestrarkeppnin

7.3.2017

  • Stora-upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar fer fram í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði fimmtudaginn 9. mars kl. 18:00. 

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar fer fram í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði fimmtudaginn 9. mars kl. 18:00. 

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk sem valdir voru úr Grunnskólum Ísafjarðabæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar lesa verk eftir Andra Snæ Magnússon og Steinunni Sigurðardóttur. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita þeim verðlaun.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996.