Stóra upplestrarkeppnin

2.3.2018

  • Stora-upplestrarkeppnin-2018

Stóra upplestrarkeppni Grunnskóla Bolungarvíkur fór fram í dag.

Stóra upplestrarkeppni Grunnskóla Bolungarvíkur fór fram í dag. 

7. bekkingar tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig öll með prýði. 

Þau sem valin voru til þátttöku í Vestfjarðakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer á Ísafirði voru Mariann Rähni og Ólöf María Guðmundsdóttir og Hálfdán Artur Róbertsson til vara.

Innilega til hamingju krakkar! 

Dómarar keppninnar voru Hafþór Gunnarsson, Ragnar Edvardsson og Elísabet Guðmundsdóttir og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unnið starf.