Stóra upplestrarkeppnin

20.3.2024

  • 20240320_110407

Frábær árangur nemenda 7. bekkjar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í skólanum í dag. Allir nemendur 7. bekkjar lásu ljóð að eigin vali og kafla úr bókinni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Undirbúningur og æfingar fyrir keppnina hafa staðið yfir í nokkurn tíma og má með sanni að segja að æfingin skapi meistarann.

Dómnefnd keppninnar var skipuð þeim Guðbjörgu Ebbu Högnadóttur, Sigurvalda Kára Björnssonar og Guðrúnu Bjarnveigu Magnúsdóttur. Tveir nemendur og einn til vara voru valdir sem fulltrúar skólans á lokakeppnina í apríl. Þær Kristín Líf Kristjánsdóttir og Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir eru aðalfulltrúar skólans og Eiður Otri Guðmundsson til vara.

Aðalkeppni grunnskólanna á Vestfjörðum mun fara fram 11. apríl á Þingeyri.

20240320_095505

20240320_110347