Stóra upplestrarkeppnin úrslit

5.3.2020

  • Stóra upplestrarkeppnin í Grunnskóla Bolungarvíkur
  • Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar á Ísafirði

Í upphafi skólaárs taka kennarar og skólar ákvörðun um hvort þeir ætla að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði, eða sérstakra umsjónarmanna, en Raddir styðja verkefnið með ráðum og dáð.

Hver skóli heldur sína keppni og senda svo fulltrúa í Stóru upplestrarkeppninina sem haldin er í hverjum landsfjórðungi en Vestfjarðakeppnin var haldin í Hömrum á Ísafirði í gær. 

Jóhann Ingi Guðmundsson frá Grunnskóla Bolungarvíkur varð í 1. sæti og óskum við honum til hamingju með árangurinn.