Sumarfundur Skólastjórafélags Vestfjarða

19.6.2023

  • SkolastjorathingVestfj-2-

Skólastjórnendur á Vestfjörðum komu saman í Bolungarvík dagana 14.-15. júní

Skólastjórnendur á Vestfjörðum komu saman í Bolungarvík dagana 14.-15. júní á sumarfund Skólastjórafélags Vestfjarða.

Fundurinn fór fram í Grunnskóla Bolungarvíkur þar sem Halldóra Dagný, skólastjóri, tók á móti gestum og sýndi þeim skólann og kynnti þær breytingar sem eru fyrirhugaðar innanhúss með tilkomu 5 ára deildar inn í skólann. Skólastjórnendur voru áhugasamir um starf skólans og þá sérstaklega um gróðurhúsið okkar og hænsnakofann. 

Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, var viðstaddur vorfundinn og talaði til félagmanna sinna. Skólastjórar á Vestfjörðum héldu örkynningar á fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi sínu.

Skólastjórnendur sátu kynningu á Jákvæðum aga sem er samtök áhugafólks um nýtingu jákvæðs aga (possible discipline) í skólum og á heimilum. Jákvæðan aga má kynna sér betur hér https://jakvaeduragi.is/

Haldóra Dagný fer yfir tilkomu og starfsemi gróðurhússins og hænsnakofans

SkolastjorathingVestfj-1-