Svanhildur sigraði stóru upplestrar-keppnina

15.3.2013

  • Svanhildur, Pétur og Birkir með viðurkenningarnar

Svanhildur Helgadóttir úr Grunnskóla Bolungarvíkur sigraði stóru upplestrarkeppni grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum sem haldin var í Hömrum á Ísafirði í gær. 

Svanhildur Helgadóttir úr Grunnskóla Bolungarvíkur sigraði stóru upplestrarkeppni grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum sem haldin var í Hömrum á Ísafirði í gær. 

Níu nemendur frá grunnskólum á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt í ár. Í öðru sæti varð Pétur Ernir Svavarsson úr Grunnskóla Ísafjarðar og Birkir Eydal úr sama skóla hafnaði í þriðja sæti. 

Dómnefndina skipuðu þau Halldóra Rósa Björnsdóttir, Ingvar Örn Ákason, Sigrún Sigurðardóttir og Bergur Torfason. Skáld keppninnar í ár voru Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir. Keppendur lásu brot úr sögunni Benjamín dúfa eftir Friðrik og ljóð eftir Þóru. Einnig lásu þau ljóð að eigin vali.