Sýning á unglingastigi
Sköpunarkrafturinn í hávegum hafður
Nú er sköpunarlotunni lokið. Í lotunni hafa nemendur skólans unnið að mörgum, fjölbreyttum, verkum. Nemendur héldu dagbók og einhverskonar ferilmöppu frá hugmynd að lokaútkomu í vinnu sinni.
Föstudaginn 4. apríl bauð unglingastig aðstandendum að koma í skólann og sjá afrakstur lotunnar. Nemendur unnu að ýmsum verkum og mátti meðal annars sjá myndverk, fatahönnun, ritverk, ýmis handverk, líkön húsa og fugla, vörumerki og svo margt fleira.
Sjón var svo sannarlega ríkari á þessari sýningu og mega allir á unglingastigi vera stoltir með sitt.