Takk fyrir allir
Gærdagurinn var mjög ánægjulegur og enn og aftur fengum við að sjá glæsilega leiksigra og falleg börn á sviði. Allur undirbúningur var í höndum umsjónarkennara, auk þess sáu Helga Svandís, Sissú og Gulli um leikrit unglinganna.
Nemendur fóru margir út fyrir sinn þægindaramma og við horfðum á þá vaxa á hverri sýningu, frá general til lokasýningar um kvöldið. Tæknimenn, búningahönnuðir, sviðsmenn og þær sem sáu um förðunina stóðu sig öll vel og voru tilbúin í að láta allt ganga upp. Samvinna og samkennd var ríkjandi í hópnum.
Takk fyrir komuna, stuðninginn, aðstoðina við búninga og allt sem þessari hátíð fylgir.
Kv. Starfsmenn grunnskólans.