Takk fyrir komuna!
Rúmlega 200 manns sóttu Árshátíð grunnskólans í ár þar sem þema hátíðarinnar var Astrid Lindgren.
Nemendur skólans stigu á stokk á tveimur sýningum þar sem yngsta stig söng lögin um þau Emil í Kattholti og Línu langsokk. Miðstig var með stutta leikþætti þar sem Lína langsokk var heimsótt ásamt börnunum í Ólátagarði og Emil í Kattholti. Nemendur á unglingastigi brugðu á leik í Ronju ræningjadóttur.
Undirbúningur fyrir hátíð sem þessa er mikill þar sem nemendur sjá um allan undirbúning ásamt starfsfólki skólans. Skólinn vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir aðstoðina.