Tarzanleikurinn vinsæli

18.12.2023

  • 20231213_090516

Í desember fara allir árgangar í Tarzan leik

Einn vinsælasti leikur nemenda okkar í íþróttum er Tarzan-leikurinn. Núna í desember er Tarzan-leikurinn á dagskrá hjá öllum árgöngum. 

Leikurinn er eltingaleikur í þrautabraut, tveir og tveir eru saman í liði og reyna að ná sem flestum úr leiknum. Einungis má fara um salinn og vera í braut, ef þú ferð út úr brautinni þá ertu úr leik. 

Nemendur eru kappsamir og skemmta sér konunglega í þessum leik, enda mikil spenna og gleði fyrir honum.