Think blue, go green and drink clean
Erasmus ferð til Ungverjalands, skrifað af nemendum
29. mars til 5. apríl fórum við 6 stelpur í 9. bekk Alberta, Katla, Hugrún, Hafdís, Sigurborg og Maja til Ungverjalands á vegum Erasmus. Hildur og Jóhann kennarar okkar á unglingastigi komu líka með. Verkefnið sem við tökum þátt í heitir Think blue, go green and drink clean.
Við lentum í Búdapest og gistum þar í 2 nætur. Þar fengum við nokkuð frjálsan tíma og fórum meðal annars í draugahús sem fór ekki vel.
Á mánudeginum hittum við krakka sem komu frá Spáni, Tyrklandi og Ungverjalandi og við gerðum mikið skemmtilegt. Seinna um daginn lögðum við af stað í bæinn Tiszafured þar sem við gistum.
Þar gistum við í fjórar nætur hjá öðrum krökkum. Þar við gaman og prufuðum við mikið af nýjum hlutum t.d. fórum við í ungversk baðlón, vettvangsferð í skólphreinsistöð, skoðuðum margar kirkjur og söfn, fórum í lestaferðir, heimsóttum Ecocenter sem meðal annars hefur að geyma stærsta sædýrasafn Evrópu, skelltum okkur í bátsferð um Lake Tisza og margt fleira.
Þessi ferð var mjög skemmtileg við lærðum allar mjög mikið og þetta kenndi okkur líka að vera mjög þakklátar fyrir það sem við höfum og þar sem við búum, takk fyrir okkur.
--------
Í janúar 2024 fékk skólinn styrk fyrir Erasmus verkefni í samvinnu við skóla í þrem löndum, Ungverjalandi, Tyrklandi og Spáni. Verkefnið stendur yfir í tvö ár.