Þjóðlegt í skólanum
Þorrinn er genginn í garð
Nú er þorrinn genginn í garð og þá fá margir sér þorramat að gömlum og góðum sið. Í skólanum hefur verið fjallað um þorrann og því sem honum fylgir. Á bóndadaginn, þegar þorri hófst, voru matráðar skólans þjóðlegir, klæddar í þjóðlegar svuntur ásamt því að bjóða upp á flat- og hveitikökur með hangikjöti ásamt malti og appelsíni. Á yngsta og unglingastigi hafa verið haldin þorrablót þar sem nemendur og starfsmenn skólans gæddu sér á þorramat, mismiklum þó.