Þorgrímur í heimsókn

25.9.2018

  • 1200px-thorgrimur_thrainsson
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti skólann.

Þorgrímur sem er einn af ástsælustu barnabókahöfundum Íslands og hefur skrifað um 35 bækur kom og ræddi við nemendur á miðstigi skólans um ritun í gær, mánudag. 

Nemendur voru áhugasamir og gáfu gott hljóð og vonandi að áhugi hafi kviknað á ritun og að framtíðar bókahöfundar séu okkar á meðal. 

Á fimmtudag sl. kom Þorgrímur í heimsókn á unglingastig skólans og var með fyrirlestur er ber nafnið Verum ástfangin af lífinu. Í þeim fyrirlestri er nemendum gefinn innblástur til þess að hafa hugrekki til að lifa sínu lífi, rætt um núvitund og einnig fá nemendur leiðbeiningar við markmiðssetningu.  

Þorgrímur kemur þá ennfremur inn á störf sín í tengslum við íslenska karlalandsliðið í fótbolta og þær áskoranir sem afreksmenn standa frammi fyrir í leið sinni til árangurs. Þar telur hann að það sem skipti mestu máli til að ná árangri séu litlu hlutirnir eins og t.d hollt matarræði og góður svefn.