Þorrablót á yngsta stigi

31.1.2025

  • 20250129_114511

"Þetta er svo skemmtilegt"

Yngsta stig (Malir og 1.-4. bekkur) kom saman á þorrablóti stigsins þar sem borðaður var ýmis þorramatur og boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði. Það var þétt setið eins og tíðkast á þorrablótum í Bolungarvík og gleðin allsráðandi.

Bekkirnir skiptust á að stíga á stokk með söng-, leik- og dansatriðum.

Það er mikið nám í því að æfa sig að koma fram, læra söngva, texta og dans. 

20250129_112532-Copy

20250129_112954-Copy

20250129_11321620250129_113356

20250129_113818

20250129_114458