Til foreldra

2.11.2022

  • Leidsagnarnam.is

Hér eru nokkur atriði sem eru gagnleg fyrir foreldra nemenda sem vinna eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms

Unnið er að innleiðingu leiðsagnarnáms í skólanum okkar. Hér eru nokkur atriði sem eru gagnleg fyrir foreldra nemenda sem vinna eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms

Talsmáti – við segjum við nemendur :

· Þú getur lært

· Leggðu þig fram

· Vertu duglegur

Hrós - við hrósum fyrir vinnuframlag, ekki eiginleika. Það þýðir að við hrósum nemendum fyrir:

· Að leggja sig fram

· Að sýna áhuga

· Að halda áfram þó verkefnið sé krefjandi

Heimanám – foreldrar þurfa ekki að vera sérfræðingar í vinnu barna sinna

Aðalatriðið er að vera verkstjóri

· Halda barninu að vinnu

· Hvetja barnið til að finna lausn sjálft

· Hrósa barninu fyrir að finna lausn eða sýna frumkvæði

Hægt er að lesa enn meira um leiðsagnarnám á heimasíðunni leiðsagnarnam.is