Foreldrafundur á laugardegi

24.11.2015

Laugardaginn 28. nóvember kl. 10:30 ætlum við að vera með smá foreldrafund á sal skólans þar sem farið verður yfir niðurstöður í Skólapúlsinum sem nemendur okkar í 6.-10. bekk taka. 

Laugardaginn 28. nóvember kl. 10:30 ætlum við að vera með smá foreldrafund á sal skólans þar sem farið verður yfir niðurstöður í Skólapúlsinum sem nemendur okkar í 6.-10. bekk taka. 

Eins ætlum við fara yfir skólareglur sem unnið hefur verið að. 

Auk þess ræðum við námsárangur nemenda okkar í samræmdukönnunarprófunum og hvernig við getum unnið saman að því að bæta árangur nemenda okkar. 

Eftir að skólastjóri hefur farið yfir þessi mál verða umræður í litlum hópum þar sem við fáum sjónarmið foreldra á miða til þess að vinna að því að gera gott skólastarf betra. 

Við verðum ekki lengur en til kl. 12:00. Starfsfólk skólans tekur þátt og fara þessir tímar upp í vinnu á starfsdegi 22. apríl 2016. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem felst.

Starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur og stjórn foreldrafélagsins.