Tvö gæðamerki erasmus+

10.10.2018

  • Litteratsea

Nú á dögunum fengu tvenn verkefni sem nemendur og kennarar í Grunnskóla Bolungarvíkur unnu að sl.  vetur gæðamerki Erasmus+.

 Árgangar nemenda fæddir 2005 og 2006 fengu viðurkenningu fyrir verkefnið Book it18! Einnig fengu nemendur í árgöngum 2006 og 2007 viðurkenningu fyrir verkefnið Litter@sea. Til að verkefni fái gæðamerki þarf verkefnið að uppfylla vel alla þætti sem metnir eru til gæðamerkis. Þeir þættir eru; nýbreytni í kennsluaðferðum, hvernig verkefnið er fléttað inn í námskrá, samskipti og samstarf skólanna, notkun upplýsingatækni, útkomu og áhrif verkefnisins í skólanum og skrásetningu þess sem átti sér stað.