Umsjónarmaður heilsuskóla / dægradvalar

21.6.2022

  • Grunnskóli Bolungarvíkur

Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir lausa 60% stöðu umsjónarmanns heilsuskóla / dægradvalar.

Vinnutími 12:00-16:30.

Heilsuskólinn er fyrir 1.-4. bekk og er frá kl. 13:00-14:00. Dægradvöl er fyrir 1.-2. bekk og er frá kl. 14.00-16.00. Í starfinu felst umsjón, skipulag og frágangur ásamt samstarfi við kennara/þjálfara heilsuskólans.

Hæfnikröfur: Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með börnum, hefur gott vald á íslenskri tungu og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Einstaklingi sem getur sýnt frumkvæði og leiðtogahæfni.

Umsóknum skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingum um meðmælendur. Móttaka umsókna verður staðfest.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri í síma 4567249, netfang: halldoras@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2022.

Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 130 nemendur og 30 starfsmenn. Starfshættir grunnskólans eru í sífelldri þróun. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur ávallt mið af þroska og hæfni nemenda. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra.