Undirbúningur íþróttahátíðarinnar 2025

8.10.2025

  • 56160cf0-df3f-45c2-89e0-136be38054ca
... er í fullum gangi

56160cf0-df3f-45c2-89e0-136be38054caHér er allt í fullum gangi að undirbúa fyrir Íþróttahátíðina. Unglingastiginu er skipt í nefndir eftir hvað þarf að gera fyrir hátíðina eins og ballnefnd, sjoppunefnd, skreytingarnefnd, skipulagsnefnd, fréttanefnd og tækninefnd. 

Hér er tækninefndin að athuga hvort tækniborðið virki, gera playlista til þess að hafa í gangi alla íþrótthátíðinna og ræða málin hvernig þeir ætla að hafa tæknimálin. 

8d99be8e-efce-4fee-adfa-3b95e4ae0b32

4bfd302b-8d6f-4ab3-baf0-2a1595d752b2

Hér er ballnefnd að funda um hvað þurfi að gera fyrir ballið. Síðan geymdum við ballmiðana frá því í fyrra svo það er hægt að endurnýta þá í ár þó þurfti að gera nokkra nýja miða. Síðan sjá þau um að finna leyni gestinn fyrir ballið ásamt gistingu og flugi. Ball- og skreytinganefnd vinna líka saman að48ab7c70-9fc5-442d-8519-fe4ca8855c36 skreytingum fyrir ballið.

Fcefcc28-5a02-49db-a454-022b23a28ad4Hér er skreytinganefnd að taka skrautið upp úr kössunum sem við geymum fyrir hvert ár, en alltaf þarf að laga eitthvað til. Síðan sér skreytinganefndin um það að hengja allt skrautið upp inn í íþróttasalnum og hjálpa ball nefndinni að skreyta fyrir ballið og annað tilfallandi.



A47ab2ff-2e71-43db-a9ba-e879881ad502

Skipulags nefndin sér um ýmis störf eins og til dæmis að telja hvað það eru margar stelpur og strákar úr hverjum bæ til þess að geta skipt öllum í klefa, gera örvar fyrir borðtennis, spurningakeppnina og skák það eru þær íþróttir sem ekki eru í íþróttasalnum og ekki allir rata um skólann þannig örvarnar vísa þeim veginn. Þau sjá líka um að finna verðlaun fyrir sigurliðið og plana svona athöfn fyrir verðlaunaafhendinguna. Gera auglýsingar fyrir tilboð í sjoppunni og að passa að það vantar ekki taflborð og annað tengt tafli fyrir hátíðina.

9d54bc03-af6f-4ee3-bdee-ff7facfafc7d

Hér er sjoppunefndin að baka fyrir sjoppuna: pizzasnúða, skinkuhorn og muffins. En þau sjá líka um að kaupa allt í sjoppuna fyrir íþróttahátíðina og ballið, þau skipta á sjoppuvaktir fyrir krakkana í grunnskóla Bolungarvíkur og gera verðlista fyrir sjoppuna og fleira. 

49ac1b1a-7339-4ac1-a55c-60b592924b7e703642f8-8d9a-4892-b829-7225ddab152a5ef121f2-ba5a-41c9-b64c-e5241c8a2f60


Höfundir fréttar: Katla Guðrún, Ægir Gaugur, Valborg

Myndir: Katla Guðrún