Unglingar á flakki
Skólaferðalag nemenda í 9.-10. bekk
Nemendur og kennarar úr 9. og 10. bekk hafa undanfarna daga verið í ævintýraferð um suðurland. Lagt var upp í ferð þriðjudaginn 21. maí og er heimferð áætluð föstudaginn 24. maí. Hópurinn hefur verið heppinn með veður það sem af er ferðar. Ferðin er mikil ævintýraför þar sem búið er að fara í Adrenalíngarðinn, gosminjasýningu í Vestmannaeyjum ásamt Rib safariferð, buggybílaferð í Þórsmörk ásamt því að á dagskrá er að heimsækja Þakgil, íshellaskoðun, zipline og river rafting.
Það má áætla að það verði sæll og glaður hópur sem snýr heim fyrir skólalok.