Unglingar á flakki

23.5.2024

  • 442706923_1158647735163294_6171768947978700756_n

Skólaferðalag nemenda í 9.-10. bekk

Nemendur og kennarar úr 9. og 10. bekk hafa undanfarna daga verið í ævintýraferð um suðurland. Lagt var upp í ferð þriðjudaginn 21. maí og er heimferð áætluð föstudaginn 24. maí. Hópurinn hefur verið heppinn með veður það sem af er ferðar. Ferðin er mikil ævintýraför þar sem búið er að fara í Adrenalíngarðinn, gosminjasýningu í Vestmannaeyjum ásamt Rib safariferð, buggybílaferð í Þórsmörk ásamt því að á dagskrá er að heimsækja Þakgil, íshellaskoðun, zipline og river rafting.

Það má áætla að það verði sæll og glaður hópur sem snýr heim fyrir skólalok.

445377389_947654980441025_8000646949559937733_n

445551112_806315278115719_590452233462754825_n