Upphaf skólaársins

10.9.2021

Skólastarfið fer vel af stað í Grunnskóla Bolungarvíkur.

Allir árgangar hafa notið veðurblíðunnar í allskonar útivistarverkefnum t.d fjallgöngum, berjamó, árlegri bekkjarkeppni í golfi á vegum GBO og úti íþróttum. 

Hvert stig er farið að undirbúa nemendastýrð foreldraviðtöl sem verða 1. október. 

Margt spennandi er að gerast í samþættingarverkefnunum og gaman að sjá ýmsar persónur myndast.