Upplestrarkeppni GB

21.2.2023

  • 20230221_115301

Upplestrarkeppni Grunnskóla Bolungarvíkur var haldin í dag.

Upplestrarkeppni Grunnskóla Bolungarvíkur var haldin í dag.  7. bekkingar tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.

Nemendurnir lásu texta úr bókinni Ógn – ráðgátan um Dísar-Svan eftir Hrund Hlöðversdóttur og ljóð að eigin vali fyrir dómnefnd. Þau Helga Jónsdóttir, Elín Sveinsdóttir og Vésteinn Már Rúnarsson skipuðu dómnefndina.

Þrír nemendur voru valdir til að mæta í Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Félagsheimili Bolungarvíkur 16. mars nk en það voru þær Katla Guðrún Kristinsdóttir, Sigurborg Sesselía Skúladóttir og Hugrún Brynja Guðbjartsdóttir sem varamaður. Til hamingju stelpur.  Mikael Máni Meyvant Stefánsson fékk sérstakt lof frá dómnefndinni fyrir góð tengsl við textann og góðan lestur. Til hamingju. 

20230221_10592120230221_110819