Uppskerutíð
Góð uppskera úrkartöflugarðinum
Á vordögum, þegar við héldum Bolóleikana, þá var ein stöð að setja niður kartöflur. Á Degi íslenskrar náttúru var komið komið að því að taka upp úr garðinum. Allir nemendur komu að verkefninu og má með sanni segja að uppskeran okkar þetta haustið sé góð. Kartöflurnar voru skolaðar og þurrkaðar áður en þeim var komið fyrir í mötuneytinu okkar.
Þessi vinna sem fer fram í skólagörðunum okkar er gott dæmi um þá sjálfbærni sem við viljum m.a. vekja áhuga nemenda okkar á.

